Báturinn
Kópur HF 111 er sérhannaður fyrir strandveiðar, sjóstöng og fl. Hann er með 200 hestafla Nanni Disel vél og Bravo 3 hældrifi frá Vélasölunni.
Kópur HF 111 er vel tækjum búinn frá Sónar, Sailor talstöð, AIS, Raymarine C140W fjölnota plotter, Raymarine DSM300 Dýptarmælir 1KW, Raymarine ST6002 sjálfstýring, Raymarine RD418D 4 kw dig skann 18″ Radar, Útvarp með FM/LW og geislaspilara.
Kópur HF 111 er með 4 Belitronic BJ5000 handfæravindur frá Sjóvélum
Upplýsingar frá Fiskistofu
Skipaskrárnúmer: 7696
Nafn: Kópur HU-118
Heimahöfn: Skagaströnd
Brúttórúmmál: 0
Brúttótonn: 3,51
Lengd(m): 6,97
Útgerðarflokkur: Frístundaveiðar – krókaaflamark
Eigandi: Ferðaskrifstofan ehf.
Kennitala eiganda: 6403110370
Útgerð: Ferðaskrifstofan ehf.
Kennitala útgerðar: 6403110370
Veiðileyfi í gildi: Frístundaveiðar án aflaheimilda
Krókaaflamarksleyfi
Sjósetning
Kópur HF 111 var sjósettur 01. júní 2011 í Keflavík og þar var hann prófaður og tæki stillt en þar sem við vorum búnir að skrá okkur á B svæðið til strandveiða var báturinn síðan fluttur landleiðina til Hólmavíkur og síðan silgt til Drangsnes, þar sem endanlegar prófanir og stillingar fóru fram áður en haldið var til Grímseyjar.
Fyrsti fiskurinn
Já það var smá þorskur, en því fylgir smá saga. Þannig var að börnin mín gáfu okkur spún í fánalitunum og á hann var grafið nafn og númer bátsins þannig að það kom ekkert annað til greina en að fyrsti fiskurinn væri veiddur á þennan spún og síðan færi hann í ramma og væri aldrei notaður aftur.
Það heppnaðist út frá Drangsnesi að við fengum lítinn þorsk en eins og allir vita þá skiptir stærðin ekki máli, en því er ekki að neita að við vorum með í maganum því maður veit aldrei með festur og að við myndum glata þessum forláta spún.
En þessi forláta spúnn á líka sögu því hann var ekki keyptur í búð heldur voru börnin í sumarhúsi í smálöndunum í Svíþjóð þar sem þau fundu spúninn einan og yfirgefinn. 🙂
Grímsey Á fyrstu strandveiði vertíðinni var róið, frá Grímsey þessi mynd er tekin 10. ágúst sem var næst síðasti dagur strandveiða. Aflinn var ekkert slor eða 814 kg. af Ufsa, 30. kg. af Ýsu, 279 kg. af þorski og 38 kg. af Karfa. Við lönduðum alltaf slægðu svo þetta var hellings vinna með þetta magn en það viktaði óslægt 1.161 kg. en þar fórum við yfir leyfilegan dagsskamt og þurftum þar af leiðandi að greiða sekt í ríkissjóð en í heild á vertiðinni þetta árið skeði það tvisvar að við komum með of mikið að landi. [spacer height=”20px”]