Kvótinn

Formáli:
Daníel Willard Fiske Traustason var fæddur í Grímsey 18. júní 1928 og lést 27. september 1981. Daníel var kvæntur Hildi Jónsdóttur frá Sólvangi og eignuðust þau 3 börn. Hann var jafnan kallaður Villi Fischer í Vestmannaeyjum.

Daníel byrjaði snemma til sjós á trillum frá Grímsey, en kom til Vestmannaeyja 1955. Árið 1956 byrjaði hann sem skipstjóri með Ísleif. Árið 1960 sótti hann nýjan bát Hringver til Svíþjóðar fyrir Helga Benediktsson. Næst réðist hann til Einars ríka, og sótti Engey til Noregs og fiskaði vel á það skip. Hann stofnaði sína eigin útgerð, átti Kóp VE 11 og var með það skip til dauðadags.

Ósk um endurúthlutun á aflaheimildum

Kópur VE 11 var í eigu Daníels Willard Fiske Traustasonar frá 04. 11. 1965 fram til 04.08.1983. (Sjá Skjal 2,3,4,5,6,7 og 8)

Aflatölur á Skráningar nr, 641 passa við Kópinn því undirritaður var sjálfur stýrimaður á bátnum á humarvertíð 1981 og við fiskuðum í bátinn 25,3 tonn og sigldum með aflann til Færeyja þar sem báturinn fór í klössun.

Báturinn steytti á skeri í október 1981 var í slipp í Vestmannaeyjum og var síðan siglt til Akureyrar þar sem hann fór í slipp. Þannig að aflatölur á viðmiðunartímabilinu (sjá skjal 222) eingöngu átt við Kópinn en þær eru frá tímabilinu nóvember 1980 til október 1983 en það var fyrst þann 04. Nóvember 1983 að báturinn breytti um nafn frá Kóp til Auðbjargar (Sjá skal 2) eða eftir tímabil sem forsendur kvótaúthlutunar var.

Við afkomendur Daníel Willard Fiske Traustasonar teljum að fylgiskjölin hér að neðan sýna að úthlutun á aflaheimildum á þessum tíma hefði átt að vera til dánarbús Daníels V. F. Traustasonar þar sem hvergi kemur fram að aflaheimildir hafi verið seldar með bátnum. Þessu til staðfestingar bendum við á afsal / kaupsamning sem var þinglýstur 4. ágúst 1983 ( Skjal 7) og einnig stefnu sem kom síðar vegna vanefndar á kaupsamningi frá 7. mars 1986 (Skjal 9.)

Við afkomendur Daníels  W. F. Traustarsonar teljum því ljóst að við úthlutun aflaheimilda árið 1984 hafi verið gerð mistök sem við óskum eftir að verði leiðrétt.

Í ljósi þessa óskar undirritaður fyrir hönd erfingja Daníels W. F. Traustasonar eftir því að þær aflaheimildir sem úthlutaðar voru árið 1984 ( Skjal 1 bls. 205 – 207 og ) á skipaskrá nr. 0641 Kópur VE 11 / Auðbjörg GK 86 þorskígildi 339,4, með síðari breytingum og endurútreikningum, verði fluttar á skipaskrá nr. 7696 Kópur HU 118 eða sá afli sem Kópur VE 11 aflaði viðmiðunar árin 1980 og 1981. (Skjal 1. Bls. 222) sem að réttu telst eign dánarbús Daníels W. F. Traustasonar

Fh. Dánarbús og ættingja Daníels W.F. Traustasonar.

Jón Haukur Daníelsson

Upplýsingar frá Fiskistofu
Skipaskrárnúmer:          7696
Nafn:                                Kópur HU-118
Heimahöfn:                     Hafnarfjörður
Brúttórúmmál:                0
Brúttótonn:                     3,51
Lengd(m):                       6,97
Útgerðarflokkur:            Krókaaflamarksbátur
Eigandi:                           Ferðaskrifstofan ehf.
Kennitala eiganda:        6403110370
Útgerð:                            Ferðaskrifstofan ehf.
Kennitala útgerðar:       6403110370