Strandveiðar

[spacer height=”575px”]

Strandveiðar
Á tímabilinu maí, júní, júlí og ágúst er heimilt að veiða á handfæri allt að 8.600 lestir af óslægðum botnfiski á strandveiðum. Sá afli reiknast ekki til aflamarks eða krókaaflamarks þeirra fiskiskipa sem stunda veiðarnar.
Fái fiskiskip leyfi til strandveiða, falla úr gildi önnur veiðileyfi sem skipið kann að hafa innan íslenskrar lögsögu. Þó getur fiskiskip ekki stundað strandveiðar ef flutt hefur verið meira aflamark, í þorskígildum talið, frá skipi en flutt hefur verið til þess.
Hægt er að nálgast aflaupplýsingar á heimasíðu Fiskistofu, skráðið í leitina skipaskránúmer okkar 7696 og veljið tímabil eða ár þá er hægt að nálgast pdf skjal með heildar upplýsingum yfir veiðar okkar.
[spacer height=”10px”]

2011
Við gerðum bátinn út á strandveiðar sumarið 2011 en báturinn var ekki tilbúinn til veiða fyrr en 7. júní 2011 en þá fórum við í fyrsta róðurinn.
Við byrjuðum að róa frá Hólmavík, en fluttum okkur síðan til Drangsnes en við komumst bara í 4 róðra í júní.
Í júlí fórum við til Grímseyjar og rérum þaðan það sem eftir var af tímabilinu en óhætt er að segja að það var það besta sem við gerðum, því heimamenn aðstoðuðu okkur á allan hátt og lærði ég mikið af þeim og eiga þeir þakkir skilið fyrir alla aðstoðina. En það væri löng upptaling að telja það upp bæði atvikin og alla þá sem hjálpuðu og aðstoðu okkur, en við lítum á Grímsey héðan í frá sem okkar annað heimili.
[spacer height=”20px”]

[spacer height=”20px”]
IMG_7286

[spacer height=”20px”]

IMG_7324

2012
Sumarið 2012 vorum við á strandveiðum í Faxaflóa, maí og júni mánuðir voru frekar góðir en síðan datt botninn úr þessu bæði hvað varðar fiskirí og kvótinn minni í júli og ágúst.
En gott að vera heima þar sem gifting var í fjölskyldu okkar í júlí og því mikill gestagangur vegna brúðkaups.
Við veiddum í heild 1.560 kg. minna en árið 2011 en aflaverðmæti var mun betra, veltan rúmum 100.000,- hærri árið 2012 En munurinn á milli ára er lægra fiskverð fyrir norðan ásamt því að töluvert er af undirmálsfiski. Meðalverð árið 2012 var 279,28 kr. en árið 2011 var það 232,76 kr.
2013
Sumarið 2013 vorum við á strandveiðum í Faxaflóa það má segja að þetta sumar hafi verið það lélegasta síðan við byrjuðum, fiskirí lélegt og veður óhagstæð.
Við voum meira á sjóstöng en árin á undan. Farið var með ferðamenn í siglingar út á flóann um helgar til að skoða hvali með meiru.
Heildar aflinn þetta sumar var 7.700 kg. og þar af þorskur 5.049 kg. Aflaverðmæti sumarsins brúttó var aðeins 1.670.070,- en meðalverð á þorski um sumarið var aðeins kr. 266,39
[spacer height=”20px”]

[spacer height=”20px”]
IMG_7563

[spacer height=”20px”]
IMG_0247

2014
Það komu aðeins 5.041 kg. á land í sumar þar af þorskur 3.674 og meðalverð aðeins 253,35 og brúttó heildar fisksala aðeins kr. 1.092.685,- Sumarið var erfitt, fiskirí lélegt og mjög óhagstæð veður. Allt var reynt þar sem tíðarfar var afspyrnu lélegt. Um miðjan júlí fórum við á suðurlandið og komumst í 3 túra þar sem við lönduðum í Þorlákshöfn en það var í raun kolröng ákvörðun því fiskirí var næstum því ekkert.
Eini ljósi punkturinn þetta sumarið var að ég útbjó makríl slóða og prófaði nýja veiðitækni með þeim árangri að ég og Úlfar bróðir lentum í makríl moki og fengum við 478 kg. af makríl sem þýddi að við urðum aflahæðstir strandveiði báta í þeirri tegund og það þurfti bara einn róður. 🙂
2011 – 2019

2011 12.810
2012 11.250
2013 7.700
2014 5.041
2015 5.665
2016 4.311
2017 18.270
2018 10.473
2019 8.616

[spacer height=”20px”]

[spacer height=”20px”]
IMG_7539