[spacer height=”575px”]
Ingangur
Færavindur eru í raun háþróað veiðitæki og kostir færaveiða eru margir, t.d. er eldsneytisnotkun færabáta með því lægsta sem þekkist á kg. af veiddum fiski. Enn fremur er mengun vegna tapaðra veiðafæra afar lítill og áhrif á sjávarbotn og –gróður eru hverfandi. Fullyrða má að færaveiðar eru ein umhverfisvænasta veiðiaðferð sem til er. Það eina sem skyggir á umhverfisvæna þáttinn er notkun á blý sökkum en eftir að strandveiðar voru leyfðar er varlega áætlað að strandveiði bátar tapi um 2.500 kg. af blýsökkum í lífríkið umhverfis Íslands á ári.
Veturinn 2011 fékk ég skipasmíðastöðina Bláfell til að smíða bát sérstaklega hannaðan fyrir vistvænar veiðar. Við hönnun báts og búnaðar var tekið sérstakt tillit til olíueyðslu með það fyrir augum að gera rekstur báts, tækja og búnaðar sem hagkvæmastan. Það var meðal annars ákveðið að nota aðeins 12 volta rafmagn á öllum tækjum og handfæra vindum.
Prófun á bát og búnaði fór síðan fram á strandveiði tímabilinu árið 2011 og var báturinn prófaður út frá norðurlandi nánar tiltekið Grímsey. Fljótlega fór að bera á því að við fengum meira af ýsu en bátarnir sem voru við hliðina á okkur og réru frá Grímsey, en heildar afli okkar rúm 1.200 kg. af ýsu í 20 róðrum.
Samanburður á handfærabátum sem lönduðu í Grímsey í júlí og ágúst 2011 yfir 200 kg.
Skipaskrá nr. | Nafn | Umdæmi | Nr. | Ýsa kg. |
7696 | Kópur | HF | 111 | 1162 |
7395 | Gísli Bátur | BA | 208 | 340 |
6664 | Gunnar Níelsson | BA | 555 | 227 |
7337 | Kósý | BA | 77 | 201 |
Við notuðum Sænskar færavindur sem heita Belitronic – BJ500 en nær allir hinir bátarnir sem voru þá í Grímsey vour eingöngu með DNG handfæra vindur. Á þessum samanburðar mánuðum lönduðu 25 handfærabátar ýsu í Grímsey samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. 4 bátar voru með yfir 200 kg. 7 bátar voru með 100 – 200 kg. en 14 bátar lönduðu undir 100 kg.
Þar sem það er sannað að þessar Belitronic vindur taka mýkra á bráðinni heldur en DNG vindurnar er hugmyndin með tilrauninni að auka magn Ýsu því hún losanar síður af krókum þegar Belitronic vindan er annarsvegar. Tilraunin á ekki að ganga út á það að bera saman mismunandi færavindur þe. DNG eða Belitronic, heldur mismunandi króka, lit á agni, vistvænar sökkur, olíu eyðslu með meiru.
Síðan sumarið 2011 eða þau sumur síðan þá höfum við verið með bátinn á strandveiðum en höfum ekki beitt okkur við að reyna sérstaklega við í Ýsu í því kerfi, en hugmyndin er að stunda þessar tilraunaveiðar á öðrum árstímum og þá í Faxaflóa á þekktum ýsumiðum.
NAFC Marine Centre í Skotlandi gerði tilraun en Paul MacDonald, Chevonne Laurenson og Sue Marrs, skiluðu skýrslu um verkefnið sem kom út í júlí 2007. Tilraunin stóð yfir 18 mánaða tímabil árin 2005 -2007, þar sem farnir voru 121 róður. Við þessar tilraunir voru notaðar Oilwind færavindur sem keyptar voru frá Færeyjum. Þessi tilraun þeirra tók til fjölmargra þátta eins og veiðisvæði, fjarlægð frá landi, mat á færavindu, búnaði, krókum, línu, sökkum og hvort það væri arðbært að stunda handfæraveiðar út frá ströndum Shetlands eyja. Þess ber að geta að tilraunin var í raun könnun hvort atvinnu veiðar við Shetland væru arðbærar en þær höfðu alfarið lagst af um 1990, en vegna áhuga þarlendara fiskimanna árið 2004, Shetland Fishermen Association fór fram á það við NAFC Marine Centre að standa að þessari könnun en þeir höfðu til umráða 12 metra rannsóknarskip með gistiaðstöðu um borð fyrir 4 áhafnarmeðlimi en skipið má flytja 12 manns.
Eftir því sem verkefnið skríður fram munum við greina frá því hér á síðunni.
Hér er hægt að sækja pdf. skjal um Jig Fishing Pilot Study in Shetland Coastal Waters.
[spacer height=”10px”]
Tilraun
Það er þekkt vandamál með Ýsu að hún tollir ver á handfæra krókum heldur en Þorskur og eða aðrar fisktegundir. Einnig eru sögusagnir um að ýsan taki frekar dökkbláa króka og svarta en sömu sögu segja menn um Ufsa.
Með tilraun okkar ætlum við að kanna á vísindalegan hátt með því að skrásetja allar niðurstöður og jafn óðum birta töflur og upplýsingar hér á heimasíðunni www.kopur.is
- Bera saman mismunandi liti á færakrókum
- Bera saman mismunandi stærðir á færakrókum
- Bera saman mismunandi sverleika á færaslóða
- Bera saman mismunandi sökkur eins og blýsökkur vs. Járnsökkur og fl.
- Halda bókald um allan rekstrarkostnað til að meta rekstrar grundvöll með meiru.
Hvar fara veiðar fram?
Veiðarnar fara fram í Faxaflóa bæði á þekktum ýsumiðum og þar sem við höfum áður fengið ýsu.
Hver kemur að tilrauninni:
Sjávarútvegs ráðuneytið, Hafrannsóknastofnun, Útgerð Kóps HF 111 og þau fyrirtæki sem selja búnað til veiða en þeirra verður getið síðar eftir því hvernig verkefnið þróast.
Tími:
Tilraunin stendur yfir í 3 ár á tímabilinu 01. September til 01. Mars ár hvert þegar veður leyfir.
Tilraunaveiðar hefjast 01. September 2015
Fyrstu 2 árin fer tilraunin fram á einum bát Kópur HF 111 til að kanna og komast að niðurstöðu um króka, slóða og sökkur. Síðasta árið gæti síðan farið fram á 2 bátum þar sem lagt væri áhersla á samarburðarransókn á handfæra vindum.
Fjárhagur:
????
Skýrsla, skipulag og markhópar
Við munum reglulega uppfæra heimasíðuna með upplýsingum um tilraunina þannig að hún verði aðgengileg öllum og munum við túlka þá tölfræði sem aflað verður í lok hvers tímabils og gefa út áfanga skýrslu um niðurstöðu og þróun.
[spacer height=”20px”]
Handfæra krókar
Við munum nota mismunandi króka frá fleiri aðilum og velja það sem er algengast á markaðinum hér á Íslandi.
[spacer height=”20px”]
Handfæra línur og slóðar
Við munum nota mismunandi handfæra línu eins og tíðkast hér á Íslandi td. 2 vindur með 1,0 mm ofurlínu og hefðbundnu nylon gyrni 2,0 mm. Slóða efni verður úr nylon gyrni 1,6 mm og grennra fer eftir sökku stærðum.
Fáanlegt í stærðum:
* 0,8mm slóðaefni 100m
* 1.0mm slóðaefni 100m
* 1,4mm slóðaefni 100m
* 1,5mm slóðaefni 100m
* 1,6mm slóðaefni 100m/500m
* 1,8mm girni 100m/500m
* 2,0mm girni 100m/500m
* Dynema ofurgirni 1,1mm/500m
[spacer height=”10px”]
[spacer height=”20px”]
Umhverfisvænar sökkur
Við munum nota vistvænar handfæra sökkur 1,5 til 3,0 kg. En við munum fá aðila til liðs við okkur til að þróa og hanna umhverfisvænar sökkur því við teljum að það sé mikið hagsmunamál fyrir Íslenskan sjávarútveg að geta státað sig af veiðum þar sem eru notaðar vottaðar umhverfisvænar sökkur.
Mikið er notað af blý sökkum og eru það þær sökkur sem flestir nota. En eftir að strandveiðar voru leyfðar er varlega áætlað að strandveiði bátar tapi um 2.500 kg. af blýsökkum í lífríkið umhverfis Ísland árlega.
[spacer height=”20px”]
NAFC MARINE CENTRE COMPLETES JIG FISHING PILOT STUDY
The NAFC Marine Centre has just completed its jig fishing – or automated hand lining – pilot study, which is the result of almost two years work. The project, which received FIFG funding, involved investigating the practical execution of jig fishing in the coastal waters around Shetland and was undertaken in response to requests from the industry. The results of the study indicate that jig fishing has some potential to be commercially viable for inshore vessels, at least on a seasonal basis.
Explaining what the project entailed, project officer Paul Macdonald said: “Jig fishing is a method of fishing using hooks with lures that are lifted up and down in the water causing movement, which attracts large fish. The jigging machines are computerised so that, among other functions, a bite alarm can be set to sense a specified weight of fish being hooked, at which point the machine will automatically haul the catch. This clearly improves the efficiency of the fishing system and makes the whole process very streamlined and accurate.
“The benefits of jig fishing in today’s market – where environmental and sustainability issues are a priority – are many and include: reduced bycatch – you are less likely to catch fish that you are not targeting; and reduced discards – you should catch less undersized fish and any that are caught can be returned alive to the sea on most occasions. You are effectively catching a quality fish straight from the sea.
“There has certainly been renewed interest in jig fishing in recent years, mainly as a result of the continued pressure on the whitefish sector and their efforts to conserve stocks and reduce discards. This method of fishing certainly helps to achieve both. It is also extremely beneficial in the face of increased fuel costs as you actually fish with your engine switched off.
“Following the conclusion of the practical aspect of the study – which involved fishing all around Shetland, we have analysed the data and produced a report outlining the project findings, as well as providing detailed information on the fishery.
“This report is available on request from the NAFC Marine Centre. It includes details of the catches (the most abundant species in the catch were lythe and saithe with small numbers of cod, ling and tusk also caught) and where the best fishing grounds are located. We found catches to be consistently higher to the north of Shetland, particularly around offshore wrecks where fish tend to congregate. However it is here, too, that vessels will face open seas and exposed conditions which may mean that fishing will be restricted by the weather.
“We would be delighted to provide this information to fishermen considering undertaking jig fishing. We hope that the pilot study will help make a transition to this kind of fishing easier, given that we have already worked through the obstacles that fishermen, might otherwise encounter, had the project not taken place.”
Hér er hægt að sækja pdf. skjal um Jig Fishing Pilot Study in Shetland Coastal Waters.
Eftir því sem verkefnið skríður fram munum við greina frá því hér á síðunni.
[spacer height=”10px”]